Secret Solstice

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Secret Solstice er íslensk tónlistarhátíð sem haldin hefur verið frá 2014 í Laugardal. Fjöldi íslenskra listamanna hefur komið þar fram ásamt stærri listamönnum á borð við Radiohead, Black Eyed Peas, Foo Fighters, Bonnie Tyler og Slayer. Hátíðinni var aflýst árið 2020 vegna COVID-19 og fyrrum félag sem hélt utan um hátíðina, Solstice Productions, tekið til gjaldþrotaskipta en það hafði ekki staðið við skuldbindingar sínar við fjölda fyrirtækja og hljómsveita. [1] [2] Nýtt félag tók við rekstri Secret Solstice árið 2020.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Secret solstice félag tekið til gjaldþrotaskipta Rúv, skoðað, 15. júní 2020
  2. Solstice skuldar ríki og borg 50 milljónir Rúv.is, skoðað 15. júní 2020