Dark

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dark
Tegund
Búið til af
 • Baran bo Odar
 • Jantje Friese
Höfundur
 • Jantje Friese
 • Ronny Schalk
 • Marc O. Seng
 • Martin Behnke
 • Daphne Ferraro
LeikstjóriBaran bo Odar
LeikararSjá fyrir neðan
Höfundur stefsApparat
Upphafsstef„Goodbye“ eftir Apparat (ásamt Soap&Skin)[1]
TónskáldBen Frost
UpprunalandÞýskaland
Frummál
Fjöldi þáttaraða3
Fjöldi þátta26
Framleiðsla
Aðalframleiðandi
 • Justyna Müsch
 • Jantje Friese
 • Quirin Berg
 • Max Wiedemann
 • Baran bo Odar
StaðsetningÞýskaland
UpptakaNikolaus Summerer
Lengd þáttar44–73 mínútur
FramleiðslaWiedemann & Berg Television
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNetflix
Myndframsetning4K (Ultra HD)
Sýnt1. desember 2017 – 27. júní 2020

Dark eru þýskir sjónvarpsþættir sem voru skapaðir af Baran bo Odar og Jantje Friese. Þættirnir hófu göngu sína þann 1. desember 2017 þegar þeim var streymt inn á Netflix og varð Dark þar með fyrsta þýska sjónvarpsþáttaröðin sem framleidd var fyrir streymisveituna.

Þættirnir gerast í bænum Winden og fjalla um fjórar fjölskyldur sem tengjast í gegnum óhuggulegt mannhvarfsmál þar sem tveir ungir drengir hverfa sporlaust. Í fyrstu virðist um hefðbundinn sakamálaþátt að ræða en fljótlega er áhorfendum gert ljóst að eitthvað dularfyllra er á seiði.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Sagan hverfist um fjórar fjölskyldur sem hafa búið kynslóðum saman í þýska smábænum Winden. Þegar ungir drengir byrja að hverfa fara ýmis leyndarmál að koma upp á yfirborðið.

Fyrsta serían hefst árið 2019, en einnig aftur til 1986 og 1953 þegar nokkar af aðalpersónum þáttanna fara að ferðast í gengum tíma. Í hellakerfi undir kjarnorkuveri bæjarins er að finna smugu milli þriggja staða í tímarúmi. Fjölskyldurnar fjórar eru Kahnwald, Nielsen, Doppler og Tiedemann. Líf þeirra umturnast þegar gömul leyndarmál og flókin fjölskyldutengsl eru afhjúpuð.

Önnur sería heldur áfram þar sem frá var horfið í fyrstu seríunni. Þar halda persónurnar áfram að reyna að sameinast á ný í réttu tímarúmi. Serían gerist nokkrum mánuðum eftir lok fyrstu seríu, árin 2020, 1987 og 1954. Fleiri tímalínur bætast við, árin 2053 og 1921. Hópur sem kallar sig Sic Mundus Creatus Est hefur mikil áhrif á örlög íbúanna í Winden.

Í þriðju og síðustu seríu er farið í gegnum tímann í kjölfar heimsendis árið 2020. Í þessari seríu ferðast persónurnar ekki einungis í tíma heldur einnig yfir í hliðstæða veröld. Sögusviðið er því árin 1954, 1987, 2020 og 2053 í okkar heimi en bætist við sögusvið árin 1888, 2019 og 2052 í hliðstæða heiminum. Í þriðju seríu sjáum við einnig tengingar milli atburða þessara mismunandi ára og ýmsum flóknum spurningum er loks svarað.

Leikarar og persónur[breyta | breyta frumkóða]

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Kahnwald fjölskyldan

 • Jonas Kahnwald: Menntaskólastrákur sem er að jafna sig eftir sjálfsvíg föður síns.
 • Hannah Kahnwald: Mamma Jonas og dóttir Sebastian Krüger. Sjúkranuddari sem á í leynilegu framhjáhaldi með Ulrich.
 • Michael Kahnwald: Pabbi Jonas sem fremur sjálfsmorð í byrjun þáttanna.
 • Ines Kahnwald: Amma Jonas og fósturmamma Mikkel. Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur.
 • Daniel Kahnwald: Pabbi Ines. Lögreglustjóri árið 1953.

Nielsen fjölskyldan

 • Martha Nielsen: dóttir Ulrich og Katharina. Systir Magnus og Mikkel. Kærasta Bartosz.
 • Magnus Nielsen: eldri sonur Ulrich og Katharina. Bróðir Martha og Mikkel. Kærasti Franziska.
 • Mikkel Nielsen: yngri sonur Ulrich og Katharina. Bróðir Magnus og Martha. Hverfur árið 2019 en birtist síðan árið 1986.
 • Ulrich Nielsen: Eiginmaður Katharina. Pabbi Magnus, Martha og Mikkel. Lögreglumaður sem á í leynilegu framhjáhaldi með Hannah.
 • Katharina Nielsen: Eiginkona Ulrich. Mamma Magnus, Martha og Mikkel. Skólastjóri menntaskólans í Winden.
 • Tronte Nielsen: Pabbi Ulrich og Mads. Eiginmaður Jana. Blaðamaður. Afi Magnus, Martha og Mikkel.
 • Jana Nielsen: Mamma Ulrich og Mads. Eiginkona Tronte. Amma Magnus, Martha og Mikkel.
 • Mads Nielsen: Bróðir Ulrich sem hvarf á dularfullan hátt árið 1986.
 • Agnes Nielsen: Mamma Tronte. Nýlega flutt til Winden árið 1953.

Doppler fjölskyldan

 • Franziska Doppler: Eldri dóttir Peter og Charlotte. Systir Elisabeth. Kærasta Magnus.
 • Elisabeth Doppler: Yngri dóttir Peter og Charlotte. Systir Franziska. Elisabeth er heyrnalaus.
 • Peter Doppler: Eiginmaður Charlotte. Pabbi Franziska og Elisabet. Sálfræðingur.
 • Charlotte Doppler: Eiginkona Peter. Mamma Franziska og Elisabet. Lögreglustjóri í Winden árið 2019.
 • Helge Doppler: Pabbi Peter sem er geðsjúklingur. Fyrrverandi eftirlitsvörður í kjarnorkuverinu.
 • Bernd Doppler: Pabbi Helge. Stofnandi kjarnorkuversins.
 • Greta Doppler: Mamma Helge. Eiginkona Bernd.

Tiedemann fjölskyldan

 • Bartosz Tiedemann: Sonur Regina og Aleksander. Besti vinur Jonas og kærasti Martha.
 • Regina Tiedemann: Mamma Bartosz og eiginkona Aleksander. Hótelstjóri.
 • Aleksander Tiedemann: Pabbi Bartosz og eiginmaður Regina. Forstjóri kjarnorkuversins.
 • Claudia Tiedemann: Mamma Regina sem ekki hefur sést til í fjölda ára. Fyrrverandi forstjóri kjarnorkuversins.
 • Egon Tiedemann: Pabbi Claudia og eiginmaður Doris. Lögreglumaður árið 1953 og lögreglustjóri 1986.
 • Silja Tiedemann: Dóttir Hannah og Egon. Mamma Noah og Agnes. Þekkt sem "stelpan úr framtíðinni".

Aðrar persónur

 • Noah: Dularfullur prestur. Blóðfaðir Charlotte og meðlimur Sic Mundus Creatus Est.
 • "The Stranger": Dularfullur tímaflakkari.
 • Adam: leiðtogi Sic Mundus Creatus Est.
 • Eva: leiðtogi Erit Lux
 • H. G. Tannhaus: fósturfaðir Charlotte. Klukkusmiður og lektor í kennilegri eðlisfræði. Höfundur bókarinnar A Journey Through Time.
 • Helene Albers: Ofbeldisfull mamma Katharina. Geðhjúkrunarfræðingur.
 • "The Unknown": sonur Martha og Jonas. Tilvist hans er talin vera upphafið á upplausn tímans.
 • W. Clausen: Rannsóknarlögreglumaður sem er fenginn til að rannsaka dularfullu mannshvörfin í Winden.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Dark (TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt September 2021.

 1. Renfro, Kim (11. desember 2017). „Netflix's new series Dark has a terrific and unique soundtrack – here are all the best songs featured“. Insider. Sótt 2. júlí 2019.

Fleiri síður[breyta | breyta frumkóða]