Fara í innihald

Danny Ings

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Danny Ings
Upplýsingar
Fullt nafn Daniel William John Ings
Fæðingardagur 7. nóvember 1992 (1992-23-07) (31 árs)
Fæðingarstaður    Winchester, England
Hæð 1,78m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið West Ham
Númer 20
Yngriflokkaferill
?-2008 Southampton FC, AFC Bournemouth
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2011- AFC Bournemouth 27 (7)
2010 →Dorchester Town (lán) 9 (4)
2011-2015 Burnley FC 122 (38)
2015-2019 Liverpool FC 14 (3)
2018-2019 Southampton FC (lán) 24 (7)
2019-2021 Southampton FC 67 (37)
2021- Aston Villa 38 (12)
{{{ár8}}} West Ham 0 (0)
Landsliðsferill2
2013-2015
2015-
England U21
England
13 (4)
3 (1)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært jan 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt 2020.

Daniel William John Ings (fæddur 1992) er enskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir úrvalsdeildarliðið West Ham og enska landsliðið. Ings hóf ferilinn sem drengur hjá Southampton en fór svo til nágrannanna í AFC Bournemouth. Árið 2011 hélt hann til Burnley FC og var valinn leikmaður ensku meistaradeildarinnar tímabilið 2013-2014. Jafnframt komst liðið í ensku úrvalsdeildina en féll jafnharðan aftur. Ings hafði klárað samninginn við Burnley og vakti áhuga Liverpool FC. Tíminn þar einkenndist af meiðslum en náði hann aldrei að blómstra þar. Hins vegar hélt Ings til Southampton 2018 hefur verið á skotskónum þar. Hann varð markakóngur deildarinnar 2019-2020 ásamt Pierre-Emerick Aubameyang með 22 mörk og þriðji leikmaður Southampton til að skora fleiri en 20 mörk í úrvalsdeildinni (hinir eru Matt Le Tissier og James Beattie). Ings gerði 3 ára samning við Aston Villa sumarið 2021. Hann fór svo til West Ham í janúar 2023.

Ings hóf landsliðsferilinn með aðalliði Englands árið 2015 með einum leik en spilaði ekki aftur þangað til árið 2020 og skoraði sitt fyrsta mark gegn Wales. Hann kom inn sem varamaður í seinni hálfleik gegn Íslandi þegar Englendingar unnu 1-0 í Þjóðadeildinni.