Dancing Queen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dancing Queen“ er popplag eftir sænsku hljómsveitina ABBA, sem gefið var út árið 1976. Það kom út á eftir vinsælu smáskífunni „Fernando“ og varð eitt vinsælasta lag áttunda áratugarins. Dancing Queen var samið af Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson og margir telja það einkennislag hljómsveitarinnar, af því að það hefur náð fyrsta sæti á vinsældalista í 13 löndum. Það var tekið upp árið 1975 og gefið út 1976 á breiðskífunni Arrival. Lagið kom út á smáskífu sama ár ásamt „That's Me“.

Agnetha Fältskog og Anni-Frid Lyngstad sungu lagið saman. Upphaf lagsins er eitt það auðþekkjanlegasta í popptónlist.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.