Gesta Danorum
Útlit
(Endurbeint frá Danasaga Saxa)
Gesta Danorum (latína afrek Dana) er rit um sögu Danmerkur eftir Saxo Grammaticus (Saxa málspaka), ritað á latínu um aldamótin 1200, að beiðni Absalons erkibiskups. Hún skiptist í tvo hluta: bækur 1-9 sem fjalla um fornaldarsögu (sbr. Fornaldarsögur Norðurlanda) og endar á Gormi gamla, sem talinn er fyrsti eiginlegi konungur Danmerkur. Bækur 10-16 fjalla svo um röð Danakonunga frá Gormi og lýkur með sigri Knúts VI á Vindum árið 1186. Stærsti einstaki hluti verksins er bók 14 sem er nærri einn fjórði hluti þess og fjallar um valdatíð Valdimars Knútssonar (Valdimars I) og fyrstu valdaár Knúts VI.