Dalur útlaganna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dalur útlaganna (franska: La Vallée des bannis) er 41. Svals og Vals-bókin og sú níunda eftir þá Tome og Janry. Hún birtist fyrst sem framhaldssaga í teiknimyndablaðinu Sval og var gefin út á bókarformi á frönsku árið 1989 en í íslenskri þýðingu ári síðar. Hún er seinni hlutinn af tveimur, en fyrri hlutinn nefnist Með hjartað í buxunum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Í lok fyrri bókar virtust Svalur og Valur hafa drukknað á ferðalagi sínu í Túbútt-Sjan, en þeir vakna heilir á húfi í hinum undarlega Dal útlaganna. Þeir finna merki um vísindamennina Adrien Maginot og Günter Siegfried sem týndust þar áratugum fyrr, þar á meðal minnisbók Maginot.

Náttúra dalsins er frábrugðin nokkru öðru á jörðinni og þar má finna ýmis furðuleg og háskaleg dýr og plöntur. Þar á meðal skapstyggar flugur, en bit þeirra veldur sturlun og ofsóknarbrjálæði. Valur er bitinn af slíkri flugu. Hann stingur af og reynir að sýna Sval banatilræði.

Að lokum tekst Sval að flýja dalinn og taka Val fársjúkan með sér. Virðast þeir njóta aðstoðar dularfulls hjálparmanns á leiðinni. Valur kemst undir læknishendur og reynist vera batnað. Í bókarlok kemur í ljós að Magniot lifir enn, fjörgamall og hálfgeggjaður í Dal útlaganna.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Á ferð um skóginn dularfulla í Dal útlaganna heyrir Svalur í fjarska eitthvert dýr gefa frá sér hljóðið Húba. Hann kætist mjög og telur ranglega að hér sé komið gormdýrið. Er þetta ein af örfáum vísunum í Gorm eftir að Franquin hætti ritun bókaflokksins.
  • Eftir að Valur er stunginn af flugunni háskalegu fyllist hann af ofsóknaræði í garð Svals, sem flest einkum í ásökunum um að Svalur sé aðalhetjan í ævintýrum þeirra félaga, en sjálfur þurfi hann að standa í skugganum. Þessi kergja Vals hafði áður komið fram í Seinheppnum syndasel.

Íslensk útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar á vegum Iðunnar árið 1990. Þetta var 27. bókin í íslensku ritröðinni.