Dafnis og Klói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dafnis og Klói - Louise Marie-Jeanne Hersent-Mauduit

Dafnis og Klói (gríska: Δάφνις και Χλόη, Dafnis kai Khlóe) er saga eftir forngríska höfundinn Longos, sú eina sem varðveist hefur eftir hann. Sagan gerist á 2. öld e.Kr. á eyjunni Lesbey. Þetta er hirðingja- og ástarsaga titilpersónanna, en er um leið einnig sögð lýsa launhelgum Díonýsosar. Hinn íslenski þýðandi verksins Friðrik Þórðarson minnist á þetta í eftirmála þýðingar sinnar: Það er eftirlætisíþrótt grískra höfunda að tala allt í líkingum [..]; undir yfirborði sögunnar grillir einhver dulin fræði sem sérstaka kunnandi þarf til að skilja. [..] Sagan af Dafnis og Klói virðist vera samin handa safnaðarmönnum í launhelgum Díonýsusar; þetta má ráða sumpart af orðfæri sumpart af atburðum sögunnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.