Díonýsos
Útlit
Díonýsos (á forngrísku Διόνυσος eða Διώνυσος) var í grískri goðafræði guð víns, ölvunar, frjósemi og innblásturs. Dýrkun hans er upprunnin í Þrakíu og breiddist þaðan út.[1]
Díonýsos var sonur Seifs og Semele, dóttur Kadmosar konungs, en í sumum heimildum er hann sagður sonur Seifs og Persefónu.[1] Hann þekktist einnig undir nafninu Bakkos (Βάκχος) og Bakkus í rómverskri goðafræði. Díonýsos var verndarguð leikhússins. Einkennistákn hans er vín, pardus og geithafur.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Stefán Jónsson. „Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?“. Vísindavefurinn 9.7.2002. http://visindavefur.is/?id=2577. (Skoðað 23.3.2009).
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Seaford, Richard. Dionysos (Oxford: Routledge, 2006).
- Taylor-Perry, Rosemarie. The God Who Comes: Dionysian Mysteries Revisited (New York: Algora Press, 2003).
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Díonýsosi.