Dönsk króna
Útlit
(Endurbeint frá DKK)
Dönsk króna dansk krone donsk króna Danskinut koruuni | |
---|---|
Land | Danmörk Færeyjar Grænland |
Skiptist í | 100 aura (øre) |
ISO 4217-kóði | DKK |
Skammstöfun | kr. / ,- |
Mynt | 50 aurar, 1, 2, 5, 10, 20 krónur |
Seðlar | 50, 100, 200, 500, 1000 krónur |
Dönsk króna (danska: dansk krone, færeyska: donsk króna, grænlenska: Danskinut koruuni) er gjaldmiðill Danmerkur og sjálfstjórnarsvæða Grænlands og Færeyja (færeyska krónan er gjaldgeng þar, sem er ígildi þeirrar dönsku; sambærileg grænlensk var plönuð en hætt við 2009). Ein dönsk króna skiptist í 100 aura (øre). Hún er tengd við evruna á genginu 1 EUR = 7,46038 DKK.