DDT
Útlit
Dí-klóró-dí-fenýl-trí-klóró-etan (DDT) er lífrænt klórín-efnasamband sem var notað sem skordýraeitur. Efnið er alræmt vegna þess hve skaðlegt það er.
DDT var mikið notað í landbúnaði um miðja síðustu öld. Það leiddi næstum því til útdauða skallaarnarins og förufálkans í Bandaríkjunum. Lagt var bann við notkun eitursins í landbúnaði Bandaríkjunum 1972.
Efnið er enn notað á einstaka svæðum til að hefta útbreiðslu malaríu og útbrotataugaveiki, sem bæði berast með skordýrum.[1][2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Larson K (1. desember 2007). „Bad Blood“. On Earth (Winter 2008). Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 13, 2020. Sótt 5. júní 2008.
- ↑ Moyers B (21. september 2007). „Rachel Carson and DDT“. Sótt 5. mars 2011.