Fara í innihald

Fituleysin vítamín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fituleysin vítamín eru vítamín sem leysast greiðlega í fitu og fituleysiefnum. Fituleysin vítamín, sem raunar teljast lípíð, leysast ekki í vatni. Dæmi um fituleysin vítamín eru A-vítamín, D-vítamín, E-vítamín og K-vítamín. Fituleysin vítamín eru meðal annars í móðurmjólk og lýsi.[1][2] Ef fituleysanleg vítamín er neytt í of stórum skömmtum, safnast þau fyrir í líkamanum. Náttúruleg fituleysanleg vítamín hafa þó ekki eiturefnaráhrif.[3]

Mannslíkaminn getur framleitt bæði K-vítamín og D-vítamín í einhverju magni. Bakteríur í þörmunum geta framleitt töluvert magn af K-vítamíni, en húðin er fær um að framleiða nægt magn af D-vítamíni ef hún verður fyrir sterkri sól[4].

Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði, kennslubók handa framhaldsskólum <references>

  1. „Lýsi, Omega 3 og Fiskur“. Doktor.is. Sótt 30 ágúst, 2010.
  2. „Fituleysin vítamín í móðurmjólk“. Lýðheilsustöð. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 desember 2007. Sótt 30. ágúst 2010.
  3. „Fróðleikur um vítamín“. Þjálfun.is. Sótt 30. ágúst 2010.
  4. „Causes of Low Vitamin D“. kriskris.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 8 mars 2011. Sótt 5. mars 2011.