Fara í innihald

Dúkskot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sumarið 1925, Vesturgata 13, Dúkskot.

Dúkskot eða Vesturgata 13 var torfbær og tómthúsbýli reist í landi Hlíðarhúsa um 1800. Bærinn var nefndur Dúkskot eftir fyrsta ábúanda hans, Jóni Jónssyni, en hann var frá Dúki í Staðarhreppi í Skagafirði. Dúkskot var við Hlíðarhúsastíg (Vesturgötu) og stóð í núverandi götustæði Garðastrætis.

Fyrsta teikningin sem birtist í Morgunblaðinu var af Dúkskoti og var hluti af frétt um morðið.

Árið 1913 myrti Júlíana Silfa Jónsdóttir bróður sinn, Eyjólf Jónsson, með því að setja rottueitur í skyr hans. Bjó hann í Dúkskoti og var morðið á honum eitt fyrsta æsifréttaefni dagblaða í Reykjavík. [1] Júlíana var dæmd til lífláts árið 1914 en refsingin var milduð. Dúkskot var rifið um 1920.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.