Dómkirkjan í Bayeux
Dómkirkjan í Bayeux – (franska: Cathédrale Notre-Dame de Bayeux) – er dómkirkja frá 11. öld í miðbæ Bayeux í Normandí. Kirkjan er helguð Maríu guðsmóður (Vorri frú). Þar hefur biskupinn í Bayeux aðsetur sitt. Hinn frægi Bayeux-refill var eign dómkirkjunnar. Kirkjan er friðlýst sem einn af þjóðardýrgripum Frakklands.
Þar sem kirkjan stendur er forn helgistaður, allt frá tímum Rómverja. Síðar var byggð þar kirkja. Bygging núverandi dómkirkju hófst 1047 og hún var vígð 14. júlí 1077 að viðstöddum Vilhjálmi sigursæla hertoga af Normandí og konungi Englands. Það var hér sem Vilhjálmur neyddi Harald Guðinason til að sverja sér trúnaðareið, sem Haraldur svo sveik. Það leiddi til innrásar Normanna í England, 1066. Odo biskup í Bayeux, hálfbróðir Vilhjálms, tók þátt í innrásinni.
Myndefni
[breyta | breyta frumkóða]-
Dómkirkjan að innan.
-
Veggmálverk í kjallarahvelfingunni.
-
Veggmálverk í kjallarahvelfingunni.
-
Dómkirkjan að næturlagi.
-
Kórinn, gotneskur stíll.
-
Altarið, nýklassískur stíll.
-
Kapellur í suðurstúku.
-
Steindir gluggar, í syðri þverstúku.
-
Steindir gluggar, á suðurhlið framkirkjunnar.
-
Odo biskup í orrustunni við Hastings, í brynju og með kylfu í hönd.