Dæmisaga
Útlit
Dæmisaga er stutt skálduð saga, annaðhvort í bundnu eða óbundu máli, sem fjallar um dýr, goðsagnaverur, plöntur, dauða hluti eða krafta náttúrunnar sem eru manngerð, og færir einhvers konar siðferðisboðskap. Oft er hann afgreiddur í lok sögunnar í formi stutts spakmælis.
Eitt frægasta safn dæmisagna í vestrænni bókmenntasögu er Dæmisögur Esóps. Dæmisögur eru sérstök bókmenntagrein og sérstök grein þjóðsagna.