Crème brûlée
Útlit
Crème brûlée (Franska: „brenndur rjómi“) er eftirréttur úr saðsömum búðingi með karamelluskel sem gerð er með því að brenna sykur með gasbrennara eða öðru álíka. Rétturinn er vanalega borinn fram í litlum köldum keramík skálum, sem kallast ramekin.
Búðingurinn er oftast með vanillubragði, en líkjör, súkkulaði eða ávöxtum er oft bætt við.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Crème brûlée.