Fara í innihald

Clutch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Clutch
Neil Fallon
Tim Sult
Dan Maines
Jean Paul Gaster

Clutch er bandarísk hljómsveit frá Germantown, Maryland, stofnuð árið 1991. Meðlimirnir kynntust í menntaskóla (high school). Í byrjun ferils var hljómsveitin hluti af harðkjarnasenunni en fór að þróast út í stóner rokk með plötunni Elephant riders. Einnig hafa áhrif úr blús verið í seinni tíð hjá sveitinni. Clutch stofnaði árið 2008 eigið útgáfufyrirtæki; Weathermaker. Árið 2015 afrekaði Clutch að komast á toppinn á Billboard-rokklistanum í Bandaríkjunum fyrir plötuna Psychic Warfare. [1]

Hljómsveitin hefur hlotið nokkrar vinsældir fyrir lögin Careful With That Mic... (2001), The Mob Goes Wild (2004) og Electric Worry (2007).[2]

  • Neil Fallon – söngur, gítar, munnharpa og ásláttarhljóðfæri.
  • Tim Sult – gítar
  • Dan Maines – bassi
  • Jean-Paul Gaster – trommur

Fyrrum meðlimur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mick Schauer - hljómborð (2005–2008)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Transnational Speedway League (1993)
  • Clutch (1995)
  • The Elephant Riders (1998)
  • Jam Room (1999)
  • Pure Rock Fury (2001)
  • Blast Tyrant (2004)
  • Robot Hive/Exodus (2005)
  • From Beale Street to Oblivion (2007)
  • Strange Cousins from the West (2009)
  • Earth Rocker (2013)
  • Psychic Warfare (2015)
  • Book of Bad Decisions (2018)
  • Sunrise On Slaughter Beach (2022)

Heimasíða Clutch

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Clutch Grasps First Top Rock Albums No. 1 With 'Psychic Warfare' Billboard. Skoðað 30. apríl, 2016
  2. Clutch - Awards Allmusic. Skoðað 30. apríl, 2016.