Fara í innihald

Claus Meyer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bakarí Claus Meyer í Danmörku.

Claus Meyer (f. 27. desember 1963) er danskur markaðsmaður, kokkur og höfundur fjölda matreiðslubóka. Hann er með menntun í markaðsfræði en varð þekktur í Danmörku sem sjónvarpskokkur á sjónvarpsstöðinni DR1 á 10. áratug 20. aldar. Árið 2004 var hann einn þáttastjórnanda í sjónvarpsþáttaröð um norræna matargerð og norrænt hráefni og sama ár stofnaði hann veitingastaðinn Noma í Kaupmannahöfn ásamt René Redzepi. Fljótlega eftir stofnun stóð Noma fyrir málþingi þar sem stefnuyfirlýsing nýnorrænnar matargerðar varð til.

Claus Meyer er félagi í Det Danske Gastronomiske Akademi. Árið 2010 fékk hann Dannebrogsorðuna.