Christopher Dodd
Útlit
Christopher John Dodd (f. 27. maí 1944) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Willimantic í Connecticut-fylki. Hann starfaði sem öldungardeildarþingmaður í efri deild bandaríska þingsins fyrir heimafylki sitt. Dodd sóttist eftir tilnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum árið 2008 en hætti kosningabaráttu sinni eftir Iowa forkosningarnar.
Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.