Fara í innihald

Changchun

Hnit: 43°53′49″N 125°19′34″A / 43.897°N 125.326°A / 43.897; 125.326
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Changchun
长春市
Borg
Frá Changchun borg í Jili héraði í Norðaustur Kína. Árið 2020 voru íbúar á stórborgarsvæði Changchun um 9,1 milljónir.
Frá Changchun borg í Jili héraði í Norðaustur Kína. Árið 2020 voru íbúar á stórborgarsvæði Changchun um 9,1 milljónir.
Changchun er staðsett í Kína
Changchun
Changchun
Staðsetning Changchun borgar í Jilin héraði í Kína.
Hnit: 43°53′49″N 125°19′34″A / 43.897°N 125.326°A / 43.897; 125.326
LandKína
HéraðJilin
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriZhang Zhijun
Flatarmál
 • Samtals24.734 km2
Hæð yfir sjávarmáli
222 m
Mannfjöldi
 (2020)
 • Samtals9.066.906
TímabeltiUTC+8
Póstnúmer
130000
Svæðisnúmer0431
Vefsíðawww.changchun.gov.cn

Changchun (kínverska: 长春; rómönskun: Chángchūn) er höfuðborg Jilin héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Borgin er staðsett á miðri Norðaustur Kína sléttunni (Mansjúríusléttunni). Changchun er miðstöð stjórnmála, mennta og menningar héraðsins. Borgin mikil iðnaðarborg og er hún leiðandi í bifreiðaframleiðslu Kína og rannsóknum þeim tengdum. Borgin er einnig þekkt í Kína fyrir kvikmyndagerð. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Changchun um 9,1 milljónir manna.

Nafn borgarinnar, „hið langa vor“ á kínversku, felur í sér merkingu blessunar og vegsemdar. En borgin hefur þó orðið vitni að erfiðri sögu Kína. Við hertöku Japana á Mansjúríu árið 1932 stofnuðu þeir leppríkið Mandsjúkó í Norðaustur Kína, og byggðu upp Changchun (endurskýrð Hsinking) sem höfuðborg. Hún var síðan stórskemmd og rænd af sovéskum herafla á síðustu dögum seinni heimstyrjaldar og síðan í átökum kínverskra kommúnista og þjóðernissinna. Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 var Changchun stofnað sem héraðshöfuðborg Jilin árið 1954.

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af Menningartorginu í Changchun borg.
Menningartorgið í Changchun borg.

Borgin er staðsett í miðri Norðaustur Kína sléttunni (Mansjúríusléttunni). Borgin sem nær yfir 20.571 ferkílómetra, er í 250 til 350 metrum yfir sjávarmáli. Austurhluti hennar nær til lágs fjallasvæðis. Hún er staðsett nálægt Songyuan borg í norðvestri, Siping borg í suðvestri, Jilin borg í suðaustri og Harbin í Heilongjiang héraði í norðaustri.

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Changchun er önnur stærsta borg í Norðaustur-Kína. Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Changchun 4.714.996 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 9.066.906.

Mynd af utanríkisráðuneyti japanska leppríkisins Mandsjúkó.
Utanríkisráðuneyti japanska leppríkisins Mandsjúkó
Mynd af lestarstöðinni í Changchun borg í Jilin héraði í Kína.
Lestarstöðin í Changchun borg.

Borgarlandið var upphaflega beitarland mongólskrar herdeilda. Árið 1796 heimilaði Tjingveldið að opna fyrir landnámi smábænda frá héruðunum Shandong og Hebei. Árið 1800 var sveitarfélagið Changchun stofnað en var stjórnað frá Jilin borg. Nýtt vaxtarskeið hófst með því lagningu járnbrauta í Mansjúríu um 1901. Að loknu kínverska-japanska stríðinu 1894–95 var hluti járnbrautarinnar suður af Changchun borg færður undir stjórn Japana.

Við hertöku Japana á Mansjúríu árið 1932 stofnuðu þeir leppríkið Mandsjúkó og settu Puyi fyrrum keisara Tjingveldisins yfir. Japanir gáfu Changchun nýtt nafn, Hsinking („ný höfuðborg“), og var hún höfuðborg Mandsjúkó.

Byggð var rúmgóð borg með breiðum götum og mörgum opnum rýmum og þjóðarháskóli var stofnaður árið 1938. Xinjing borg var hönnuð til að vera stjórnsýslulegur, menningarlegur og pólitískur höfuðborg en beina átti iðnaðarþróun til Harbin, Jilin, Mukden og Dandong. Borgin óx engu að síður á miklum hraða.

Changchun fór illa í lok síðari heimsstyrjaldar. Borgin var hernumin, stórskemmd og rænd af sovéskum herafla á síðustu dögum stríðsins. Eftir að hann yfirgaf borgina 1946 var hún í nokkrar vikur hernumin af her kínverskra kommúnista; sem voru síðan yfirbugaðir af her þjóðernissinna. Síðar 1946 voru japanskir íbúar borgarinnar fluttir heim. Þótt þjóðernissinnar stjórnuðu borginni réðu kommúnistar yfirráðum í dreifbýlinu í kring. Árið 1948 tóku kommúnistaflokkar aftur Changchun. Borgin tók miklum breytingum undir stjórn kommúnista sem ákváðu að þar yrði ein helsta miðstöð iðnaðaruppbyggingar Norðaustur-Kína. Iðnaður hafði verið fremur takmarkaður en nú varð Changchun að stóriðjuborg tengd með járnbrautum við Shenyang, Qiqihar, Harbin og Jilin.

Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 var Changchun formlega héraðshöfuðborg Jilin árið 1954.

Landakort sem sýnir legu Changchun borgar í Jilin héraði í norðausturhluta Kína.
Kort af legu Changchun borg (merkt dökkrauð) í Jilin héraði í norðausturhluta Kína.
Mynd af léttlest í Changchun borg.
Léttlest í Changchun.
Mynd af mannlífi í Changchun borg.
Mannlíf í Changchun borg.

Changchun er mikil iðnaðarborg. Hún er þekkt sem meginborg bifreiðaframleiðslu í Kína. Þar eru framleiddir auk fólksbifreiða, ýmiskonar vörubílar, rútur, dráttarvélar, dekk og íhlutir. Aðrar verksmiðjur framleiða járnbrautir.

Aðrar helstu atvinnugreinar borgarinnar eru ýmis konar vélaframleiðslu og tækjagerð. Þá er þar öflugur efnaiðnaður, lyfja- og líftækni, vinnsla landbúnaðarafurða, framleiðsla ljósmyndatækja, raftækja, og byggingarefna og orkuiðnaður.

Í Changchun er umfangsmikil kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Borgin var ein fyrsta kínverska borgin til að fá aðgang að, talsetja og framleiða kvikmyndir. Kvikmyndahátíð haldin annað hvert ár, er kennd við borgina. Hún er alþjóðleg en veitir að því er virðist, aðallega verðlaun til kínverskra kvikmynda og annarra frá Austur Asíu.

Menntir og vísindi

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af háskólasvæði Jilin háskólans í Changchun borg.
Háskólasvæði Jilin háskólans.
Mynd af ánni Yitong í Changchun borg.
Við Yitong á í Changchun.

Changchun er helsta menningar- og fræðslumiðstöð Jilin héraðs. Í borginni eru nokkrir háskólar, einkum Jilin háskólinn (um 76.000 nemendur árið 2019) og Norðaustur kennaraháskólinn (um 22.000 nemendur), sem báðir njóta virðingar og teljast til lykilháskóla Kína.

Aðrar menntastofnanir eru iðnaðar- og landbúnaðarskólar svo og ýmsir tækniháskólar. Í borginni er Háskóli kínverska flughersins.

Changchun er borg rannsókna og vísinda. Kínverska vísindaakademían hefur útibú í borginni. Borgin er leiðandi í kínverskri bifreiðaframleiðslu og rannsóknum þeim tengdum. Í borginni eru meira en eitt hundrað einkareknar vísinda- og tæknirannsóknarstofnanir og um 100 vísindarannsóknarstofnanir í eigu ríkisins; og um 340 þúsund sérfræðingar á mismunandi sviðum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]