Catla catla
Catla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Gibelion catla, Cyprinus catla |
Catla (fræðiheiti Catla catla eða Gibelion catla) er fiskur af ætt vatnakarpa og eini meðlimur ættkvíslarinnar Catla.
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Stuttur, djúpur og grannur búkur með hringlaga kvið. Stórt hreysturlaust höfuð og stór augu. Framstæður breiður munnur með ofarlegan neðrikjálka og þykka skegglausa neðrivör.[1]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Catla er landlægur í árbökkum norður Indlands, Pakistan, Bangladess, Nepal og Myanmar og hefur seinna borist í næstum öll vatnakerfi Indlands. Fullorðnir einstaklingar finnast í ám, vötnum og eldisvötnum.
Catla getur lifað við breytilegt hitastig, lægst 14°C en kjörhiti er 25 - 32°C. Hefð var fyrir því að hafa catla í tjörnum í austur Indlandi, sem dreifðist síðan til annara svæða Indlands um miðja 20. Öld. Hraðari vöxtur og samhæfni með öðrum karpfiskum, sértæk fæðuöflun við vatns yfirborð og neytenda venja hafa aukið vinsældir catla mikið í karpa eldum í Indlandi, Bangladesh, Myanmar, Laos, Pakistan og Tælandi og er hún nú orðin ein mikilvægasta eldistegundin í S-Asíu. Tegundina má einnig finna í Sri Lanka, Ísrael, Japan og Máritíus.
Fram til 6. áratugs síðustu aldar var eina leiðin fyrir eldi á catla að veiða seiði við árbakkana en árið 1957 var árangri náð í framleiðslu seiða í eldi. Catla er bæði ræktaður í þriggja-tegunda fjöleldi með rohu (Labeo rohita) og mrigal (Cirrhinus mrigala) og sex-tegunda karp eldi þar sem fyrrnefndar tegundir eru ásamt vatnakarpa (Cyprinus carpio), graskarpa (Ctenopharyngodon idellus) og silfurkarpa (Hypophthalmichthys molitrix)[2].
Lífsferill og lifnaðarhættir
[breyta | breyta frumkóða]Catla verður kynþroska á öðru ári, og stundar hrygningarfar á monsún árstíðum upp árnar þar sem kven- og karldýrin makast á grunnum slóðum í jöðrum ánna. Hrygningartímabilið er á sama tíma og suð-vestur monsún tímabilið í norð austur Indlandi og Bangladess, sem er frá maí til ágúst, og í norður Indlandi og Pakistan frá júní til september. Frjósemin er á bilinu 100.000 – 200.000 kg/BW (enska kg per body weight), sem fer eftir lengd og þyngd fiskanna.
Eggin eru að fyrstu botnlæg en fljóta síðar um vatnið. Lirfurnar lifa á og við vatnsyfirborðið og laðast mikið að ljósi. Lirfurnar byrja að taka upp fæðu þremur dögum eftir að þær klekjast, á meðan kviðpokinn er enn til staðar.
Seiðin nærast á svifi, aðallega dýrasvifi svo sem hjóldýrum og marflóm. Fullorðnir einstaklingar borða einungis af yfirborði og úr miðju vatni, ekki af botni, og nærast einnig aðallega á dýrasvifi svo sem hjóldýrum, marflóm, skordýrum og einfrumungum auk þara og plöntu leifa[3].
Veiðar og markaður
[breyta | breyta frumkóða]Þar sem Catla fjölgar sér í ám veldur það vandræðum þar sem fiskeldi er gert í tjörnum. Þrátt fyrir að fiskar nái kynþroska makast þeir ekki þar og þurfa þar af leiðandi hormóna örvun. Af þremur helstu karpa tegundum Indlands, rohu, mrigal og catla er catla hvað erfiðust í eldi sökum þess hve umhverfisaðstæður þurfa að vera nákvæmar fyrir hrygningu og lága líf tíðni seiða. Undir venjulegum kringumstæðum vex catla upp í 1 - 1,2 kg á fyrsta árinu, samanborið við 700 - 800 g og 600 - 700 g hjá rohu og mrigal.
Karpar eru vanalega ræktaðir í lokuðu fiskeldi með öðrum jurtaætum, þar sem lífræn efni eru aðallega notuð í fóðrun og eru umhverfisvæn eldi. Sumir ræktendur hafa hinsvegar reynt að auka magn fiska sem hægt er að hafa í hverju fiskeldi fyrir meiri afköst og nota til þess óhóflegt magn af áburði, próteinefnum og öðrum efnum sem gætu haft áhrif á umhverfið.
Catla er vanalega seldur ferskur á svæðis mörkuðum, en einnig er hann fluttur á ís til svæða í 2.000 - 3.000 km fjarlægð þar sem fiskiskortur er. Fiskar á bilinu 1-2 kg eru vinsælastir þar sem bragðið er talið minnka með aukinni stærð, vegna grófrar áferðar. Catla og rohu seljast á svipuðu verði, sem oft er 10-20% meira en það sem fæst fyrir mrigal. Ferskur firskur á svæðis mörkuðum er uum það bil helmingi verðmeiri en sá sem fluttur hefur verið á ís, en lifandi fiskur selst á tvöföldu verði samanborið við fisk á ís. Engar reglugerðir eru til staðar um verð á fiskmörkuðum og ræðst verð aðallega eftir eftirspurn. Að utanskildum ís og flutningi er kostnaður eftir slátrun nær enginn.
Karpa eldi hefur aukist mikið síðustu ár og stefnt er að því að tvöfalda fiskeldi í ferskvatni í Indlandi árið 2015. Helstu ástæður fyrir þessari aukningu eru meðal annars.
- Framfarir í eldisræktun sem hafa koma í veg fyrir að seiði séu tekin úr náttúrunni
- Framfarir í þróun ræktunaraðstæðna
- Framfarir í fóðrun og sjúkdómsvörnum
- Kynbætur
- Aukinn áhugi á lífrænum fiskeldi
- Útflutningur til S-Austur Asíu og Mið-Austurlandanna
- Þróun í vinnslutækni[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Gibelion catla“. Fishbase. Sótt 11. febrúar 2015.
- ↑ „Catla catla“. FAO. Sótt 11. febrúar 2015.
- ↑ „Catla catla“. FAO. Sótt 11. febrúar 2015.
- ↑ „Catla catla“. FAO. Sótt 11. febrúar 2015.