Carnarvon lávarður
Útlit
George Edward Stanhope Molyneux Herbert, fimmti jarl af Carnarvon (26. júní 1866 – 5. apríl 1923) var enskur aðalsmaður sem er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa fjármagnað uppgröftinn sem leiddi í ljós gröf faraósins Tútankamons í Dal konunganna í Egyptalandi. Hann tók sjálfur þátt í því að opna gröfina ásamt Howard Carter sem stjórnaði rannsókninni. Sviplegt andlát hans á hóteli í Kaíró, aðeins nokkrum mánuðum síðar, varð til þess að sögusagnir um bölvun múmíunnar komust á kreik.