Fara í innihald

Carnarvon lávarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lávarðurinn með lafði Carnarvon á kappreiðum árið 1921.

George Edward Stanhope Molyneux Herbert, fimmti jarl af Carnarvon (26. júní 18665. apríl 1923) var enskur aðalsmaður sem er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa fjármagnað uppgröftinn sem leiddi í ljós gröf faraósins Tútankamons í Dal konunganna í Egyptalandi. Hann tók sjálfur þátt í því að opna gröfina ásamt Howard Carter sem stjórnaði rannsókninni. Sviplegt andlát hans á hóteli í Kaíró, aðeins nokkrum mánuðum síðar, varð til þess að sögusagnir um bölvun múmíunnar komust á kreik.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.