Carl Reiner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reiner í 26. júní 2012

Carl Reiner (20. mars 1922 – 29. júní 2020) var bandarískur gamanleikari, höfundur og leikstjóri. Hann öðlaðist frægð á sjötta áratugnum sem handrithöfundur og leikari í sjónvarpsþáttum Sid Caeser. Þar vann hann með Mel Brooks en seinna mynduðu þeir Reiner gamantvíeyki. Vinátta þeirra entist ævilangt. Á sjöunda áratugnum skapaði hann The Dick Van Dyke Show sem hann skrifaði fyrir, framleiddi og lék í. Reiner leikstýrði einnig kvikmyndum og þar stendur upp úr samstarf hans við Steve Martin. Saman gerðu þeir myndirnar The Jerk, All of Me, Dead Men Don't Wear Plaid, og The Man With Two Brains.

Reiner giftist Estelle Lebost árið 1943 en hún lést árið 2008. Þau eignuðust saman þrjú börn. Meðal barna þeirra er leikstjórinn Rob Reiner sem gaf móður sinni eftirminnilegt hlutverk í myndinni When Harry Met Sally.[1]

Í Father of the Pride (2004–2005) talaði Reiner um Sarmoti, sem varð að einu mikilvægasta raddhlutverki hans.[2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hollywood comedy legend Carl Reiner dies aged 98“. the Guardian (enska). 30. júní 2020. Sótt 30. júní 2020.
  2. Terrace, Vincent (2014). Encyclopedia of Television Shows, 1925 through 2010 (2nd. útgáfa). McFarland. bls. 337. ISBN 978-0-786-48641-0.
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.