Mel Brooks
Melvin James „Mel“ Brooks (Melvin James Kaminsky, f. 28. júní 1926) er bandarískur leikstjóri, handritshöfundur, lagahöfundur og gamanleikari einkum þekktur fyrir fjölda gamanmynda sem hann hefur samið og leikstýrt. Hann hóf feril sinn sem handritshöfundur fyrir skemmtiþáttinn Your Show of Shows á 6. áratug 20. aldar og síðan sem gamanleikari ásamt Carl Reiner í sjónvarpssketsum sem hétu 2000 Year Old Man árið 1961. Á 8. og 9. áratugnum varð hann einn af vinsælustu leikstjórum Bandaríkjanna með gamanmyndum á borð við Leikhúsbraskararnir (The Producers - 1968), Tólf stólar (Twelve Chairs - 1970), Blazing Saddles (1974), Frankenstein hinn ungi (The Young Frankenstein - 1974), Þögul mynd (Silent Movie - 1976), Lofthræðsla (High Anxiety - 1977), Saga heimsins, 1. hluti (History of the World, Part I - 1981), Spaceballs (1987) og Hrói höttur og karlmenn í sokkabuxum (Robin Hood: Men in Tights - 1993). Hann var giftur leikkonunni Anne Bancroft sem lést árið 2005.
Mel Brooks hefur einu sinni fengið Óskarsverðlaun, fyrir handrit að kvikmyndinni Leikhúsbraskararnir.