CNRS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Centre national de la recherche scientifique (CNRS) er stærsta rannsóknarfélag Frakklands og jafnframt Evrópu á sviði grunnrannsókna og er rekið af franska rannsóknaráðuneytinu. Rannsóknir félagsins eru á sviði náttúruvísinda, verkfræði, hugvísinda, félagsvísinda og tækni. Árið 2004 voru starfsmenn félagsins 26000, þaraf 11600 vísindamenn, og hlaut félagið 2,2 milljarða evra (ca. 350 milljarða króna) til að sinna hlutverki sínu.