Fara í innihald

Burnley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ráðhús Burnley.
Towneley Hall.
Hammerton Street.

Burnley er borg í Lancashire, Englandi, 34 kílómetra norður af Manchester og rétt austur af Blackburn. Íbúar eru um 73.000. Borgin er á mótum ánna Calder og Brun. Burnley byggðist upp sem markaðsbær í kringum 1300. Í iðnbyltingunni var þar mylla sem vann bómull og kolanáma. Aðalverslunargatan er St. James Street. Knattspyrnulið borgarinnar er Burnley F.C.. Tónlistarhátíðin Burnley International Rock and Blues Festival er haldin hvert ár í Burnley.