Brúðönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúðönd
Brúðönd (bliki)
Brúðönd (bliki)
Brúðönd (kolla)
Brúðönd (kolla)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Aix
Tegund:
A. sponsa

Tvínefni
Aix sponsa
(Linnaeus, 1758)

Brúðönd (Aix sponsa) er fugl af andaætt sem algengur er í skóglendi við vötn í Norður-Ameríku. Brúðönd fækkaði mikið seint á 19. öld þegar náttúrulegt vistsvæði þeirra þvarr og þær voru veiddar til matar en einnig vegna eftirspurnar á skrautlegum fjöðrum þeirra í kvenhatta í Evrópu. Með friðunaraðgerðum (Migratory Bird Treaty Act of 1918) voru veiðar takmarkaðar og vistsvæði þeirra verndað. Þróaðir voru hreiðurkassar fyrir brúðendur í kringum 1930 og settir upp nálægt vötnum og lækjum. Gefist hefur vel að færa mörk á verndarsvæði bifurs í kringum vistsvæði brúðanda því bifur búa til votlendi sem er kjörlendi fyrir brúðendur. Fjöldi brúðanda hefur vaxið seinustu ár. Brúðönd er önnur algengasta önd í Norður-Ameríku. Brúðendur eru sjaldgæfar á Íslandi.

Mynd af brúðönd er kanadískri mynt frá 2013.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.