Fara í innihald

Brynjólfsgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brynjólfsgata er gata á háskólasvæðinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Gatan er sunnan við Hótel Sögu og nær frá Dunhaga í vestri og að Suðurgötu í austri. Gatan er kennd við Brynjólf Sveinsson Skálholtsbiskup (1605-1675) og hlaut hún nafn sitt árið 1990.[1]

Við götuna standa tvær byggingar, Loftskeytastöðin sem nú hýsir húsnæði Náttúruminjasafns Íslands er við Brynjólfsgötu 5 og Veröld - hús Vigdísar sem er ein af byggingum Háskóla Íslands og hýsir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur við Brynjólfsgötu 1.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ný götuheiti í Reykjavík“, Morgunblaðið, 29. júlí 1990 (skoðað 4. mars 2020)