Bryndís Benediktsdóttir
Bryndís Benediktsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1951 |
Störf | Prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands |
Bryndís Benediktsdóttir (f. 1951)[1] er prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Bryndís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971 og hóf það ár nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk kandidatsprófi þaðan 1977 og stundaði framhaldsnám í heimilislækningum og lyflækningum á árunum 1979 til 1987 í Uppsölum í Svíþjóð. Hlaut sérfræðiréttindi í heimilislækningum í Svíþjóð 1984,[2] á Íslandi 1987 og evrópsk sérfræðiréttindi í Sleep Medicine 2009.
Í júní 1987 hóf Bryndís störf sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna í Garðabæ[2] og starfaði þar til ársins 2019.
Bryndís var ein af stofnendum Hins íslenska svefnrannsóknarfélags[3] árið 1988. Á árunum 1997 til 1999 vann hún á svefnrannsóknarstofu geðdeildar, Landspítalanum við Hringbraut. Ráðgefandi sérfræðingur við Scan-Sleep svefnrannsóknarstofnun í Kaupmannahöfn á árunum 2002-12. Frá árinu 2004 til dagsins í dag hefur Bryndís starfað við svefnrannsóknir á svefndeild Landspítala í Fossvogi. Bryndís hóf störf við læknadeild Háskóla Íslands sem stundakennari 1987, fastráðin frá árinu 1991 fyrst sem lektor, dósent 2005 og skipuð prófessor árið 2013.[4]
Hún tók þátt í að innleiða, móta og efla kennslu í samskiptum læknis og sjúklings við Læknadeild HÍ, en það hafði ekki verið þáttur í námi læknanema þegar hún hóf störf. Mótunarferlið var unnið í samstarfi við læknaskóla á Norðurlöndum, Bandaríkjunum og víðar. Hún byggði upp kennsluna sem hefur fengið vaxandi vægi og hlutdeild í læknanáminu. Námið felur í sér að kenna og þjálfa samskipti læknis og sjúklings, siðfræði, sálfræði og lög sem lúta að læknisstarfinu. Lögð er áhersla á fagmennsku, mannvirðingu og manngæsku í starfi læknis og að gengið sé út frá sjónarhorni sjúklings við að leysa vanda hans, í stað þess að einblína einöngu á sjúkdómsgreiningar. Samstarf við hugvísindasvið HÍ var komið á (Íslensku- og menningardeild) og fagurbókmenntir notaðar við kennslu til að efla skilning og samlíðan í samskiptum læknis og sjúklings og siðfræðikennsla efld til mikilla muna.[5][6]
Ýmis störf og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Á starfsárum sínum gegndi Bryndís trúnaðarstörfum á vegum Háskóla Íslands. Hún sat í deildarráði læknadeildar á árunum 2004-09[7] og seinna sem varamaður. Á árunum 1998 -2005 var hún fulltrúi HÍ í Nordic Network for Education in Medical Communication og formaður ráðsins 2003.[8] Formaður jafnréttisnefndar læknadeildar 2006-09, í jafnréttisnefnd Heilbrigðisvísindasviðs 2009-12 og í stjórn Rannóknastofu í kvenna - og kynjafræðum, RIKK 2009-10. Hún var fulltrúi HÍ í nefnd um tæknifrjóvgun skipuð af heilbrigðisráðneyti og í stöðunefnd lækna á vegum heilbrigðisráðuneytis frá árinu 2005.[9]
Bryndís sat í ritstjórn Læknablaðsins 2007-11[10] og The Scandinavian Journal of Primary Health care 1994-2005.
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Bryndís hefur verið afkastamikill vísindamaður og hafa rannsóknir hennar beinst fyrst og fremst að svefni og svefnsjúkdómum, en einnig áhrifum erfða og umhverfis á heilsu.[11][12] Stór hluti þeirra hafa verið unnar í alþjóðlegri samvinnu, einkum við rannsakendur á Norðurlöndum og við PENN háskólann, Philadelphiu, BNA. Hún hefur verið rannsakandi og verkefnisstjóri í fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnunum: BOLD,[13] SAGIC,[14] RHINE,[15] RHINESSA[16] og ECRHS.[17] Niðurstöður rannsókna hennar hafa verið birtar í virtum erlendum ritrýndum læknatímaritum, en einnig í Læknablaðinu.[11][12] Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra[18][19][20] og birt veggspjöld á alþjóðlegum og innlendum ráðstefnum.
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Hún hefur hlotið verðlaun fyrir rannsóknir á svefni. Hún hlaut Astra award for sleep research in Primary care árið 2000 og The Wayne Hening Investor Award[21] á veitt af American Academy of Sleep Medicine and Sleep Research Society 2012.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Bryndís er gift Þórarni Gíslasyni prófessor og yfirlækni og eiga þau fjögur börn.[2][22]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Árbók Háskóla Íslands. Háskólaárið 2008 (bls. 323). Sótt 7. september 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Morgunblaðið. (1997, 22. október). Margar konur fá svefntruflanir við tíðahvörf“. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Hið íslenska svefnrannsóknarfélag Geymt 25 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Háskólaráðsfundur 5. desember 2013.Framgangur akademískra starfsmanna Háskóla Íslands 2013. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Læknablaðið. (2008). Læknavísindin eru hluti af læknalistinni. Viðtal við Bryndísi Benediktsdóttur. Læknablaðið, 94(5). Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Læknis- og bókmenntafræði hönd í hönd. Ásdís Egilsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, prófessorar við Íslensku- og menningardeild, og Bryndís Benediktsdóttir, prófessor við Læknadeild. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Árbók Háskóla Íslands. Háskólaárið 2005 (bls. 140). Sótt 7. september 2019.
- ↑ Læknablaðið. (2008). Læknavísindin eru hluti af læknalistinni. Viðtal við Bryndísi Benediktsdóttur. Læknablaðið, 94(5). Sótt 7. september 2019.
- ↑ Embætti landlæknis. (2014). Stöðunefndir Geymt 14 febrúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Engilbert Sigurðsson. (2011). Vegferð Læknablaðsins og ógnir við velferð sjúklinga. Læknablaðið, 97(9). Sótt 7. september 2019.
- ↑ 11,0 11,1 „Google Scholar. Bryndís Benediktsdótir“. Sótt 7. september 2019.
- ↑ 12,0 12,1 „PubMed. Bryndís Benediktsdóttir. Greinar sl. 10 ár“. Sótt 7. september 2019.
- ↑ BOLD. Burden of Obstructive Lung Disease Geymt 6 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Center for Sleep and Circadian Neurobiology. Sleep Apnea Global Interdisciplinary Consortium. Sótt 7. september 2019.
- ↑ RHINE. Respiratory health in Northern Europe Geymt 14 febrúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Helse Bergen. Haukeland universitetsjukehus. RHINESSA Ísland. Sótt 7. september 2019.
- ↑ ECRHS. European Community Respiratory Health Survey. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Hið íslenska svefnrannsóknafélag. Svefnráðleggingar. Nokkur einföld ráð til að bæta svefn – Bryndís Benediktsdóttir læknir Geymt 23 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Stefán Árni Pálsson. (2015, 29. apríl). Þjáist af svefntruflunum: Kýlir og sparkar í konuna sína á nóttunni. Vísir.is. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Dagur-Tíminn. (1996, 2. nóvember). Syfjaðir unglingar. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Irlssg. Wayne Hening Young Investigator. Past Winners Geymt 14 febrúar 2020 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Læknablaðið. (2010). Kæfisvefn taldist varla sjúkdómur. Sótt 7. september 2019.