Fara í innihald

Bruno Schulz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bruno Schulz (12. júlí 189219. nóvember 1942) var pólskur rithöfundur af gyðingaættum. Eftir hann liggja aðeins tvær bækur. Önnur þeirra er Krókódílastrætið (Sklepy cynamonowe), sem er smásagnasafn og kom út árið 1934 og í íslenskri þýðingu Hannesar Sigfússonar 1994. Hin bókin er Heilsuhæli undir merki stundarglassins (Sanatorium Pod Klepsydrą) sem kom út árið 1937.

Bruno Schulz

Bruno Schulz var sonur smákaupmanns í bænum Drohobycz. Hann lagði stund á byggingarlist og myndlist, kenndi meðal annars myndlist í heimabæ sínum um langt skeið, auk þess sem hann myndskreytti bækur. Ritstörf stundaði hann einungis í stopulum frístundum, enda liggja ekki eftir hann nema tvær bækur. Bruno varð ekki langlífur, því þýskir nasistar skutu hann til bana á götu árið 1942.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.