Bruno Peyron

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Orange II árið 2006.

Bruno Peyron (f. 10. nóvember 1955) er franskur siglingamaður sem hefur þrisvar sett met í að sigla kringum jörðina með áhöfn (Jules Verne-verðlaunin). Síðasta met sitt, sem var 50 dagar, 16 tímar og 20 mínútur, setti hann á tvíbytnunni Orange II 16. mars árið 2005 og bætti þar með fyrra met Olivier de Kersauson um þrettán daga. Árið 2010 bætti Franck Cammas þetta met um rúmlega tvo daga en bróðir Brunos Loïck Peyron bætti svo það met um aðra tvo daga árið 2012.