Fara í innihald

Brown-háskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Manning kapellan í Brown-háskóla.
Einkunnarorð Brown-háskóla.

Brown-háskóli (enska Brown University) er einkarekinn rannsóknarháskóli í Providence á Rhode Island. Brown var stofnaður árið 1764 og hét þá Rhode Island College. Hann er þriðji elsti háskólinn í Nýja Englandi og sjöundi elsti háskólinn í Bandaríkjunum. Brown er einn hinna átta svonefndu Ivy League-skóla.

Brown var fyrsti skólinn í Bandaríkjunum sem tók inn nemendur af öllum trúarbrögðum. Skólinn er eini háskóli Bandaríkjanna sem býður upp á grunnnám í Egyptalandsfræði og var lengi eini háskólinn sem hafði sérstaka deild fyrir sögu stærðfræðinnar.

Christina Paxson hefur verið forseti skólans frá árinu 2013. Forveri hennar, Ruth J. Simmons var forseti skólans frá 2001 til 2013. Hún var fyrsti afrískættaði forseti Ivy league-skóla, annar kvenforseti Ivy league-skóla og fyrsti kvenforseti Brown.

Við skólann starfa alls um 2900 kennarar. Grunnnemar eru um 5700 og framhaldsnemar eru rúmlega 1.800. Fjárfestingar skólans nema um 2,3 milljörðum bandaríkjadala.

Einkunnarorð skólans eru In deo speramus eða „Í guði vonum við“ (á ensku In God we hope).

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.