Brjánslækur
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Brjánslækur (áður einnig Brjámslækur) er fornt höfuðból og kirkjustaður við mynni Vatnsfjarðar. Þar er ferjustaður, Breiðafjarðarferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Innanvert við Brjánslæk eru friðlýstar tóftir, Flókatóftir en munnmæli herma að þar hafi Hrafna-Flóki búið.
Af bæjarnafninu Brjánslækur gerðu menn sér ættarnafnið Briem. Ættfaðir Briemara var síra Guðbrandur Sigurðsson (1735-1779).
