Bringuhár
Bringuhár er almennt heiti yfir þekju líkamshára sem vex á brjósti karlmanna. Hárvöxturinn er mismunandi milli einstaklinga og stjórnast bæði af erfðum og svo magni karlhormóna í blóði, hárin fara að vaxa á lokastigi kynþroskaskeiðsins. Bringuhár geta þakið svæði allt frá skeggrót á hálsi, yfir axlir og niður eftir endilöngum kvið karlmannsins þar sem þau tengjast hreðjaskeggi hans. Þéttleikinn og þau svæði sem bringuhár manna þekja eru mjög mismunandi eftir einstaklingum sem og kynþáttum, þar eru karlmenn af evrópskum og mið-austurlenskum uppruna í hópi þeirra sem hafa mesta hárvöxtin. Bringuhár eru oft flokkuð í mynstur eftir fjórum algengustu svæðunum þar sem þau vaxa, en karlmenn sem hafa mikinn og þéttann hárvöxt á bringu og líkama eru gjarnan kallaðir „loðnir“. Þrátt fyrir sérstætt líffræðilegt gildi þá hafa bringuhár karlmannsins einnig haft stórt menningarlegt gildi í gegnum mannkynssöguna. Í einstaka menningarheimum, einkum austrænum, voru bringuhár álitin dýrsleg og villimannsleg, en öðrum, einkum Norður-Evrópu, Íslandi og Skandinavíu voru bæði mikil bringuhár og þétt skegg álitin merki um kyngetu, styrk, karlmennsku og fegurð.[1]
Vöxtur og þroski
[breyta | breyta frumkóða]Þótt líkamshárin séu flest til staðar á líkama stráka í æsku þá á hugtakið bringuhár aðeins við þau endanlegu líkamshár sem myndast eftir að seyting karlhormóna (aðalega testósteróns) hefur náð hámarki í blóði þeirra eftir kynþroska. Líkt og skegg eða hreðjaskegg manna eru bringuhárin af annari gerð en höfuðhár og flokkast undir kynhár. Karlmenn er þaktir mun meira af líkamshárum en kvenmenn einkum á bringu, öxlum, baki, lærum, maga og andliti.
Vöxtur bringuhára hefst vanalega á síðustu stigum kynþroskaskeiðsins, milli 16 og 19 ára aldurs hjá sumum, en milli 20 og 30 hjá öðrum, svo vöxtur líkamshára hefur ekki náð lokastigi hjá mörgum ungum mönnum fyrr en eftir þrítugt.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Victoria Sherrow (2006). Encyclopedia of Hair: A Cultural History.