Brimilsvellir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjan á Brimilsvöllum

Brimilsvellir er fyrrum stórbýli, bær og kirkjustaður, um 3 km austan við vegamótin til Fróðárheiðar. Þar var forðum stórbýli og sjóþorp fyrr á öldum, enda fyrrum mikið útræði stundað þaðan. Áður fyrr var þar bænhús, en þegar að kirkjan að Fróðá var færð til Ólafsvíkur, lengdist kirkjuferð fyrir hluta sóknarinnar og árið 1915 var ákveðið að skipta Ólafsvíkursókn og kirkja reist á Brimilsvöllum 1923. Hjá Brimilsvöllum ganga klettar í sjó fram og þar má ganga með ströndinni vestur að vogskornu Vallnabjargi, sem víða er í sérkennilegt stuðlaberg og þar er einnig allmikið af fugli.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.