Brandenburg (auglýsingastofa)
Útlit
Brandenburg | |
Stofnað | 2012 |
---|---|
Stofnandi | Ragnar Gunnarsson og Bragi Valdimar Skúlason |
Staðsetning | Reykjavík |
Vefsíða | brandenburg.is |
Brandenburg er íslensk auglýsingastofa sem stofnuð var árið 2012 af þeim Ragnari Gunnarssyni, Braga Valdimar Skúlasyni, Hrafni Gunnarssyni og Jóni Ara Helgasyni. Stofan var upphaflega til húsa í Grófinni 1 en flutti árið 2014 í Hafnarstræti 20, við Lækjartorg.
Starfsmenn eru rúmlega 30 talsins og meðal verkefna sem stofan hefur unnið eru auglýsingar fyrir WOW air, Lyfju, Sorpu, Íslandsbanka, TM, Skeljung, Kjörís, Nova, Foodco, Hörpu og Þjóðleikhúsið.
Brandenburg vann til þrennra verðlauna á Lúðrinum, Íslensku auglýsingaverðlaununum, árið 2013.[1] Fernra árið 2014, þrennra árið 2015 og tvennra árið 2016.
Árið 2015 fékk Sorpanos, herferð Brandenburgar fyrir Sorpu, Lúðurinn sem herferð ársins.