Fara í innihald

Airbus A220

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bombardier CSeries)
Lengri útgáfan A220-300 í notkun hjá airBaltic

Airbus A220 er sería af mjóþotum frá Airbus Canada Limited Partnership (dótturfyrirtæki Airbus í Kanada). Hún var upphaflega hönnuð af Bombardier og var í notkun í tvö ár sem Bombardier CSeries. Bombardier byrjaði með verkefnið 13 júlí 2008, minni útgáfan A220-100 (áður CS100) fór í jómfrúarflugið sitt 16. september 2013, fékk flugleyfi 18. desember 2015 og var tekin í notkun 15. júlí 2016 hjá Swiss Global Air Lines.[1][2] Lengri útgáfan A220-300 (áður CS300) flaug fyrst 27. febrúar 2015, fékk flugleyfi 11. júlí 2016 og var tekin í notkun hjá airBaltic 14. desember 2016.[3]

Í júlí 2018 var breytt nafninu á flugvélinni í A220 eftir að Airbus eignaðist 50.01% hlut í verkefninu. Airbus opnaði verksmiðju í Alabama í ágúst 2019 sem viðbót við aðalaðstöðuna í Mirabel, Quebec. Í febrúar 2020 stækkaði Airbus eignahlut sinn í verkefninu í 75% og Bombardier sagði sig alfarið frá því, ríkisfjárfestingarsjóðurinn Investissement Québec hélt restina af 25% eignarhaldinu í verkefninu.

Flugvélin er knúin af tveimur Pratt & Whitney PW1500G þrýstihreyflum, nýtir svokallað fly-by-wire kerfi og er með vængi úr kolblönduðu efni og búk úr ál og lítíum. Styttri A220-100 útgáfan er 35 metrar á lengd og getur setið 108 til 133 farþega en 38.7 metra lengri útgáfan, A220-300, getur setið 130 til 160 farþega. [4] Í janúar 2023 voru komnar 785 pantanir í A220 vélar og var búið að afhenda 248 af þeim til 16 flugfélaga. Delta Air Lines er stærsti flugrekandi týpunnar með 59 flugvélar í flota sínum. [5]