Bogamínúta og bogasekúnda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bogamínúta, táknuð með ′, er eining bogmáls sem jafngildir 1/60 einnar gráðu.[1] Þar sem ein gráða er 1/360 af heilum hring, er ein bogamínúta 1/21.600 af hring. Sjómíla var upphaflega skilgreind sem ein bogamínúta á lengdarbaug jarðar, þannig að ummál jarðar er næstum því 21.600 sm. Bogamínúta er π/10.800 af bogamálseiningu (radíana).

Bogasekúnda, táknuð með ″,[2] er 1/60 af bogamínútu, eða 1/3.600 af gráðu,[1] 1/1.296.000 af hring, og π/648.000 (um 1/206.264,8) af bogamálseiningu.

Þessar mælieiningar eiga sér uppruna í babýlónskri stjörnufræði sem sextugustu hlutar af gráðu. Þær eru notaðar þar sem þörf er á mælieiningum fyrir brot af gráðu, eins og í stjörnufræði, sjónmælingum, augnlækningum, ljósfræði, siglingafræði, landmælingum og skotfimi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Weisstein, Eric W. „Arc Second“. mathworld.wolfram.com (enska). Sótt 31. ágúst 2020.
  2. „Minutes of Arc to Degree Conversion“. Inch Calculator (enska). Sótt 25. júlí 2021.