Jangtse
Útlit
(Endurbeint frá Bláá)
Jangtse eða Bláá er lengsta fljót Asíu og þriðja lengsta fljót í heimi á eftir Nílarfljóti í Afríku og Amasónfljótinu í Suður-Ameríku. Fljótið er um 6300 km langt. Fljótið er stundum talið skipta Kína í norður- og suðurhluta.
Stærsta stífla veraldar, Þriggja gljúfra stíflan er í Jangtse fljótinu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Jangtse fljótinu.