Fara í innihald

Þriggja gljúfra stíflan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þriggja gljúfra stíflan, uppistöðulón
Byggingar við stífluna 2004

Þriggja glúfra stíflan er stærsta stífla í heimi fyrir stærsta vatnsorkuver veraldar (22.500 MW). Hún er í Jangtsefljótinu í Yilingsýslu við Yichangborg í vesturhluta Hubeihéraðs. Stíflan var fullgerð 20. maí 2006 og var tilbúin til notkunar árið 2009. Bygging stíflunnar sætti mikilli gagnrýni því miklu landsvæði var sökkt undir vatn og 1,3 milljón manns voru neyddir til að flytja.

Steypta eining stíflunnar er 2.335 metra breið og 185 metra há. Þykktin er 115 metrar neðst og 40 metrar efst.

Flóð í Jangtse fljótinu hafa öldum saman valdið tjóni og mannskaða en talið er að uppistöðulón stíflunnar tempri vatnsmagnið og dragi úr hættu á flóðum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.