Bjarnarfjörður nyrðri
Bjarnarfjörður nyrðri er eyðifjörður á milli Dranga og Skjaldabjarnarvíkur á Ströndum. Í fjörðinn rennur jökulá úr Drangajökli, sem veldur því að hann er grunnur inn í botni og gott er að vaða þar yfir. Tvö kotbýli stóðu við Bjarnarfjörð, Skaufasel norðanmegin og Fornasel sunnan megin. Í firðinum er mikið um sel.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
