Bjarki Karlsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bjarki Karlsson (f. 1965) er málfræðingur og kerfisfræðingur. Árið 2013 sendi hann frá sér bókina Árleysi alda[1] sem inniheldur háttbundinn kveðskap. Fyrir bókina hlaut Bjarki Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana[2] í flokki ljóðabóka sama ár. Bókin var mest selda ljóðabók ársins 2013. Árið 2014 kom út innbundin viðhafnarútgáfa af bókarinnar og nefndist þá Árleysi árs og alda[3]. Sú útgáfa er með auknum texta, ásamt hljóðbók og hljómdiski með fjölda flytjenda.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bjarki Karlsson, 1965-. Árleysi alda. [Akranes]. ISBN 978-9935-462-19-0. OCLC 866576379.
  2. „Bókmenntaverðlaun starfsólks bókaverslana 2013. Miðstöð íslenskra bókmennta“.
  3. Bjarki Karlsson, 1965-. Árleysi árs og alda : ljóðabók. Matthildur Margrét Árnadóttir, 2000- (2. útg., aukin. útgáfa). [Reykjavík]. ISBN 978-9935-469-28-1. OCLC 965505910.
  4. „Bókatíðindi 2010-2019“. fibut.is. Sótt 27. janúar 2021.
  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.