Fara í innihald

Svanur á Svanshóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svanur á Svanshóli var galdramaður sem bjó á Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum á þjóðveldisöld. Hann var móðurbróðir Hallgerðar langbrókar. Hann kemur við sögu í Brennu-Njáls sögu:

Maður er nefndur Svanur. Hann bjó í Bjarnarfirði á bæ þeim er heitir á Svanshóli. Það er norður frá Steingrímsfirði. Svanur var fjölkunnigur mjög. Hann var móðurbróðir Hallgerðar. Hann var ódæll og illur viðureignar.

Þegar Þjóstólfur hafði drepið Þorvald, fyrsta eiginmann Hallgerðar, sendi hún hann á náðir Svans. Þegar menn hugðust leita Þjóstólfs í Bjarnarfirði gerði gerningaþoku á Bjarnarfjarðarhálsi svo að mennirnir villtust og týndu vopnum sínum.

Launsonur Svans var Brynjólfur rósti, en hann kemur við sögu í Njálu. Hann gerðist banamaður Atla, sem var húskarl Bergþóru og var síðar veginn sjálfur af Þórði leysingjasyni.

Þjóðsögur um Svan á Svanshóli segja að hann hafi gengið í fjallið Kaldbakshorn eftir dauða sinn og verið fagnað vel.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]