Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Birkir Már Sævarsson | |
Fæðingardagur | 11. nóvember 1984 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 1,86 m | |
Leikstaða | Varnarmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Valur | |
Númer | 2 | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2003-2008 | Valur | 66 (2) |
2008-2014 | SK Brann | 168 (15) |
2015-2017 | Hammarby IF | 84 (3) |
2018- | Valur | 58 (8) |
Landsliðsferill | ||
2006 2007-2021 |
Ísland U21 Ísland |
3 (0) 103 (3) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Birkir Már Sævarsson (fæddur 11. nóvember 1984) er íslenskur knattspyrnumaður. Birkir hóf ferilinn hjá Val. Síðar fór hann til SK Brann í Noregi. Birkir spilaði með Hammarby IF í Svíþjóð þar til hann sneri aftur til uppeldisfélagsins Vals.
Birkir er hægri bakvörður og spilaði með karlalandsliði Íslands frá 2007 til 2021. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið gegn Liechtenstein árið 2016 með þrumufleyg af löngu færi.
Birkir spilaði sinn 100 leik með A-landsliðinu í september 2021 og ákvað að hætta eftir sinn 103. landsleik þegar undankeppnin fyrir HM 2022 lauk.
Birkir á fjögur börn. Hann hlustar meðal annars á þungarokk í frístundum. [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Allt Stefaníu að þakka Vísir, skoðað 20. des, 2017.