Birkenhead

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wirral Museum.
Kort.
Birkenhead varð fyrir loftárásum í seinni heimsstyrjöld.

Birkenhead er borg í sýslunni Merseyside á Englandi. Borgin sem er á Wirral-skaga liggur gegnt Liverpool og hefur um 89.000 íbúa en það búa um 325.000 á stórborgarsvæðinu (2011). Birkenhead stækkaði frá þorpi með um 100 íbúa í byrjun 19. aldar yfir í 100.000 manna þéttbýli í byrjun 20. aldar með tilkomu iðnbyltingarinnar. Borgin var með þeim fyrstu í Evrópu til að hafa sporvagn (knúðan áfram með hestum). Árið 1886 tengdust Birkenhead og Liverpool með lest undir Mersey.

Í borginni er Cammell Laird-skipastöðin og mikilvæg höfn. Tranmere Rovers er knattspyrnulið borgarinnar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Birkenhead“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. janúar. 2019.