Biobío-fylki
Útlit
Biobío-fylki í Síle (spænska: Región del Biobío, eða VIII. Región) er fylki í suður Síle um miðbik landsins. Liggur það að Maule-fylki í norðri, Argentínu í austri, Araucanía-fylki í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Höfuðborg Biobío-fylkis er Concepción.
Biobío-fylki er eitt af 15 fylkjum eða stjórnsýslusvæðum í Síle. Það er 37.069 km² að flatarmáli og íbúar þess árið 2017 voru 1.556.000.