Araucanía-fylki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Araucaía-fylki.

Araucanía-fylki í Chile (spænska: Región de la Araucanía, eða IX. Región) er fylki í Suður-Chile, um miðbik landsins. Höfuðborg Araucanía-fylkis er Temuco sem er 70 km frá Kyrrahafi. Araucanía-fylki liggur að Biobío-fylki í norðri, Argentína í austri, Los Ríos-fylki í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Apahrellir er sérstætt tré sem vex í fylkinu. Eldkeilurnar Llaima og Lanín eru í fylkinu. Sú síðarnefnda er hæsta fjall fylkisins.