Biffy Clyro
Útlit
Biffy Clyro | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Ayrshire, Skotland |
Ár | 1995 – í dag |
Stefnur | Öðruvísi rokk Framsækið rokk |
Útgáfufyrirtæki | Beggars Banquet 14th Floor Roadrunner |
Meðlimir | Simon Neil James Johnston Ben Johnston |
Vefsíða | biffyclyro.com |
Biffy Clyro er skosk rokksveit frá Ayrshire sem stofnuð var 1995. Sveitina skipa þeir Simon Neil (söngvari, gítarleiakri), James Johnston (bassaleikari, söngvari) og Ben Johnston (trommari, söngvari). Aðdáendahópur Biffy Clyro stækkaði til muna við útgáfu fjórðu plötu þeirra, Puzzle, sem gefin var út árið 2007. Gagnrýnendur tóku plötunni vel og seldist hún í yfir 100.000 eintökum á Bretlandi. Vinsældir sveitarinnar jukust enn frekar árin 2008 og 2009 þegar gefnar voru út smáskífurnar Mountains og That Golden Rule sem náðu báðar á topp tíu vinsældarlista yfir smáskífur á Bretlandi.
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]- Blackened Sky (2002)
- The Vertigo of Bliss (2003)
- Infinity Land (2004)
- Puzzle (2007)
- Only Revolutions (2009)
- Opposites (2013)
- Ellipsis (2016)
- A Celebration of Endings (2020)
- The Myth of the Happily Ever After (2021)