Fara í innihald

Berliner FC Dynamo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Berliner Fussball Club Dynamo e. V.
Fullt nafn Berliner Fussball Club Dynamo e. V.
Gælunafn/nöfn Die Weinroten (Þeir Vínrauðu)
Stofnað 15.janúar 1966
Leikvöllur Friedrich-Ludwig-Jahn-Sportpark, Berlín
Stærð 19.708
Stjórnarformaður Fáni Þýskalands Norbert Uhlig
Knattspyrnustjóri Fáni Þýskalands Christian Benbennek
Deild Regionalliga Nordost
2022/23 6. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Berliner Fussball Club Dynamo e. V., oftast kallað BFC Dynamo eða BFC, er þýskt knattspyrnufélag staðsett í Berlín. Félagið er frekar ungt, stofnað 1966. Og var eitt af stærstu félögum Austur-Þýskalands. Þeir unnu Austur Þýsku deildina alls tíu ár í röð á árunum 1979-1988. Þeir spila nú í fjórðu efstu deild þýskalands sem heitir Regionalliga Nordost. , félagið var oft kallað stasi klúbburinn í Austur-Þýskalandi. BFC, eins og öll félög sem voru í Austur-Þýskalandi með nafninu Dynamo, var stjórnað af öryggisráðuneytinu (á þýsku: Ministerium für Statssicherheit, skammstafað MfS eða Stasi). BFC Dynamo var því aðeins eitt af mörgum „stasi félögum“ en ástæðan fyrir því að BFC fékk einkarétt á þessu litla virðulega viðurnefni var sú að yfirmaður ríkisöryggis, ráðherra og meðlimur stjórnmálaskrifstofunnar Erich Mielke var mikill stuðningsmaður Dynamo Berlin. Hann var viðstaddur flesta leiki. Margir telja að Mielke hafi misnotað áhrifamikla stöðu sína í alræðis DDR kerfinu til að veita uppáhalds félaginu sínu BFC Dynamo fríðindi. Árið 1989 spiluðu þeir við Val í Evrópukeppni félagsliða og unnu bæði á heimavelli og útivelli 2-1, samanglagt 4-2. Eftir að Þýskaland sameinaðist aftur árið 1990 er félagið oft meira þekkt fyrir slæma hegðun stuðningsmanna enn það sem gerist inná vellinum. Undanfainn ár hefur félagið spilað í neðri deildum þýskalands.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Leikmenn Dynamo Berlin fagna deildarbikarmeistatitli árið 1989 með stuðningsmönnum. Heiko Bonan heldur á bikarnum.
  • Austur-Þýska Úrvalsdeildin10
    • Meistarar: 1978–79, 1979–80, 1980–81, 1981–82, 1982–83, 1983–84, 1984–85, 1985–86, 1986–87, 1987–88
    • 2.Sæti: 1960, 1971–72, 1975–76, 1988–89
  • Austur-Þýska Bikarkeppnin 3
    • Meistarar: 1959, 1987–88, 1988–89
    • 2.Sæti: 1961-62, 1970–71, 1978–78, 1981–82, 1983–84, 1984–85
Leikur SC Dynamo Berlin gegn SC Turbine Erfurt á Walter-Ulbricht-Stadion árið 1959.

Þekktir Leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

Jürgen Bogs, Þjálfari frá júlí 1977 til 30 júní 1989, gerði BFC Dynamo að Austur-Þýskum meisturum tíu ár í röð.
Hans-Jürgen Riediger í leik á BFC Dynamo gegn Hamburger SV Í evrópukeppni félagsliða árið 1982-83 á Friedrich-Ludwig-Jahn-Sportpark.

Þjálfarar[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]