Berkjubólga
Útlit
(Endurbeint frá Berkjukvef)
Berkjubólga (bronchitis) er öndunarfærasjúkdómur þar sem bólga kemur í berkjurnar (meðalstóru lungnapípurnar) í lungunum. Berkjubólga lýsir sér sem þurr hósti, andnauð, þreyta og hiti. Oft fylgir einhverskonar hvítt slím með hóstanum, en ef það slím verður gult eða grænt á lit er komin sýking. Berkjubólga getur einnig fylgt venjulegu kvefi.
Til eru tvær gerðir berkjubólgu:
- Bráð berkjubólga – Henni fylgir hósti sem varir í þrjár vikur. Orsökin er oftast veirusýking. Hún leggst gjarnan á reykingamenn og íbúa í borgum þar sem mikið af svifryki og mengun er í lofti. Bráð berkjubólga læknast nær alltaf af sjálfu sér með hvíld og verkjalyfjum til að slá á hitann. Þessi gerð berkjubólgu er algeng hjá bæði fullorðnum og börnum.
- Langvinn berkjubólga – Ef að sjúklingur hóstar upp slími í minnst þrjá mánuði á ári í minnst tvo ár, þá kallast það langvinn berkjubólga. Tóbaksreykingar eru aðal orsökin. Í dag er algengara að flokka langvinna berkjubólgu undir víðara hugtakið langvinna lungnateppu.