Berkeley (Kaliforníu)
Útlit
Berkeley er borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún er staðsett í norðanverðri Alameda-sýslu, norðan við Oakland á austurströnd San Francisco-flóa. Íbúar Berkeley eru um 118.962 (2023).[1]
Berkeley er þekkt fyrir að vera ein frjálslyndasta borg Bandaríkjanna. Borgin var miðstöð ýmissa baráttuhreyfinga fyrir mannréttindum og málfrelsi á sjöunda áratugnum. Í borginni austanverðri er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna, Kaliforníuháskóli í Berkeley.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „QuickFacts - Berkeley City, California“. United States Census Bureau. Sótt 9. nóvember 2024.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Berkeley.